Fara á efnissvæði
Þjónusta
Um TVG-Zimsen
Starfsfólk
Fréttir
Þjónustuvefur
TVG in English
Tryggingar og tjón
Fréttabréf

Allt að lifna við í komum farþegaskipa til Íslands

Veruleg aukning hefur verið á komum farþegaskipa til Reykjavíkur í sumar. Algengt er að farþegar komi með flugi til Íslands, fari hring um landið með skipi og fljúgi síðan heim. Stoppa svo jafnvel á Íslandi nokkra daga fyrir og eftir hringferðina. Með þessu dreifast ferðamenn betur um allt land og styrkja innviði í smærri byggðum. Skagfirðingar sáu fyrstu komu farþegaskips til Sauðárkróks í 40 ár í sumar. Þegar skipið Hanseatic Nature kom þangað í júlí með 180 ferðamenn um borð. Gára er m.a. umboðsaðili skipanna sem koma norður í sumar og starfsfólk okkar vann með hafnaryfirvöldum við kynningu á Króknum sem nýjum áfangastað.

Um sjómannadagshelgina urðu þau merku tímamót í Hafnarfirði að farþegaskipið Le Bellot var tengt við nýtt háspennu landtengingarkerfi Hafnarfjarðarhafnar. Le Bellot, frá frönsku útgerðinni Ponant, varð með því fyrsta farþegaskip sem er landtengt hérlendis. Gára hefur átt gott samstarf við Ponant í áraraðir og þjónustað skip þeirra sem hingað koma. Þess má geta að systurskip Le Bellot, Le Lapérouse var formlega gefið nafn 10. júlí 2018 í sömu höfn.